Vissi alltaf að eitthvað myndi breytast í myndunum mínum eftir að ég flutti vinnustofuna mína út í guðs græna náttúruna, upp í Maríuhöfn í Kjós. Annaðhvort myndi myndefnið breytast eða yrði það kannski úrvinnslan sem fengi nýjan svip, nýtt hlutverk.
Lengi vel gerðist ekkert. Ekki nokkur skaðaður hlutur.
En svo fóru þeir að dúkka upp gömlu félagarnir með rauðu nefin og síðan einhverjir óþekktir kunningjar þeirra, sem þó voru mun alvarlegri á svip (líklega eldri og lífsreyndari) og gott ef þeir voru ekki allir meira og minna í berjamó. Koma svo!
En svo kom að því að sjálf náttúran datt inn og það algjörlega óumbeðin og þá lifnaði heldur betur yfir öllu. Þarna var tjaldurinn mættur, lóan og kvikur spóinn, ilmandi söl og þangskógar í fjöruborðinu, að ógleymdum syngjandi hrúður-“köllunum” á saltstorknu grjóti og klettum.
En um leið og myndefnið var að breytast kölluðust í leiðinni fram flest fyrri viðfangsefni eins og til dæmis stólarnir mínir (sem enn eru þó meira og minna ósýndir) en nú sem smámyndir (25 x 25 cm).
Erum við hér kannski að tala um þokkalega heppilegar jólagjafir í ár eða hvað… alla vega eru þetta stórskemmtilegar myndir (þótt ég segi sjálfur frá)… og á vel viðráðanlegu verði (allar í ramma). Séstaklega ætlaðar þeim sem ekki ætla að fjárfesta í stórum myndverkum þetta árið. Seinna!!!
Er þetta ekki eitthvað! Bestu kveðjur… minn