G U L L

Egill Eðvarðsson
February 18, 2024

Gull hefur löngum verið talinn “dýrastur” málma. En ekki er þó allt gull sem glóir. Á æskuheimili mínu á Akureyri var það einkum tvennt sem mér fannst eins og væri verðmætast alls þess sem við fjölskyldan áttum, en það var annars vegar GULLVASINN, sem pabbi hafði keypt í London og gefið mömmu þegar hann fór á Ólympíuleikana 1948 (ekki sem keppnismaður heldur ljósmyndari) og hins vegar öll gullin sem læst voru ofan í skúffu á skrifstofunni hans… GULLVERÐLAUN, sem hann sem ungur maður hafði hlotið fyrir alls kyns afrek í frjálsum íþróttum eins og hlaupum, stökkum og kringlu.

Enn eitt gullið hefur nú bæst í verðmætasafn stórfjölskyldunnar því sonurinn Eddi, Eðvarð Egilsson, landaði gulli í Berlín í gærkvöldi. Fékk GULLIÐ á verðlaunahátíð norrænna kvikmyndatónskálda fyrir tónlist í kvikmyndinni Smoke Sauna Sisterhood. Húrrrra, húrrrra!

Til hamingju, elsku strákurinn. Stoltur af þér nú sem fyrr eins og öllum systkinum þínum, sem mér þykir þó mest um vert að eruð öll… GULL AF MANNI!